Skip to content

Vorhátíð unglingadeildar

Í dag var haldin vorhátíð unglingadeildar. Hún var haldin við Reynisvatn hjá Sæmundarseli og í þetta sinn lék veðrið svo sannalega við okkur. Þar var safnast saman í blíðskapar veðri,  grillaðar pylsur, gætt sér á ís frá Valdísi, farið í skotleiki og hoppað í teygjum. Nemendaráðið sá um sjoppu og spilaði tónlist til að halda uppi góðri stemmingu í hópnum. Unglingarnir skemmtu sér vel eins og þeim er lagið og eiga hrós skilið fyrir fallega framkomu og fyrirmyndar umgengni.