Vonarstjörnur íslenskunnar

Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík 2021 voru afhent í Hörpu 21. febrúar s.l.. Afhending verðlaunanna er venjulega á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember en fór að þessu sinni fram á Alþjóðadegi móðurmálsins þar sem fresta þurfti henni vegna heimsfaraldurs. Sérhver grunnskóli tilnefnir nemendur til verðlaunanna. Að þessu sinni voru það þrjár vaskar stúlkur sem fengu viðurkenningu úr hópi nemenda í Sæmundarskóla, Ingunn María Brynjarsdóttir 10. bekk, Guðný Björk Ívarsdóttir 7. bekk og Þórdís María Guðmundsdóttir 3. bekk Til hamingju allar þrjár : )
Hægt er að lesa nánar um verðlaunin hér