Skip to content

Vinaliðar – Jákvæðni og vellíðan

Sæmundarskóli tekur nú þátt í Vinaliðaverkefninu svonefnda en aðalmarkmið þess er að vinna gegn einelti með því að bjóða upp á jákvæða afþreyingu á skólalóðinni í frímínútum. Hreyfing nemenda eykst ef fjölbreytt úrval leikja er á skólalóðinni og færri eru óvirkir. Við viljum að öllum nemendum líði vel í skólanum og taki þátt með jákvæðni í að gera skólann sinn enn betri. Nemendur sem takast á við hlutverk vinaliðans fá frábæra leiðtogaþjálfun í gegnum hlutverkið en verkefni þeirra er m.a. setja upp, taka þátt í og aðstoða við afþreyingu í frímínútunum og sýna öðrum nemendum athygli og sérstaklega þeim sem eru einir. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér: https://vinalidar.is/