Vinaliðar í óvissuferð

Í Sæmundarskóla er vinaliðaverkefnið í gangi í 4.-6. bekk en aðalmarkmið verkefnisins er að vinna gegn einelti með því að bjóða upp á jákvæða afþreyingu á skólalóðinni í frímínútum. Vinaliðar skipuleggja og stjórna leikjum á skólalóðinni 2 svar í viku og á dögunum fengu krakkarnir svo skemmtilega óvissuferð að launum, bíó og pizzuveislu : )