Skip to content

Vikan 10. – 14. maí – 2ja daga skólavika

Næsta vika er óvenjuleg hjá okkur en þá eru aðeins 2 dagar í kennslu, þannig að nemendur mæta á þriðjudag og miðvikudag í skólann.
Mánudaginn 10. maí er menntastefnumót, rafrænn viðburður sem skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar sér um og ætlaður er kennurum til að viða að sér margskonar fróðleik. Fimmtudaginn 13. maí er uppstigningardagur og föstudaginn 14. maí er frídagur.