Skip to content

„Við eru öll tengd“

Við fengum góða heimsókn í gær frá henni Hrund og félögum í Lions á Íslandi en tilefnið var samkeppni á vegum Lions sem nemendur í myndmenntasmiðju tóku þátt í. Verkefnið er alþjóðlegt og á átti veggspjaldið að sýna á myndrænan og sterkan hátt hvernig við öll tengjumst sem lifum á þessari jörð. Myndin er af nemendum sem náðu að klára verkefnið og Emmu Sif og Birnu Lillý, en þeirra myndir þóttu bera af myndunum frá Sæmundarskóla og keppa svo við aðrar myndir frá Íslandi. Til hamingju stelpur!! Svo verður valin ein mynd til að senda út í alheimskeppnina sem fram fer í Bandaríkjunum. Nemendur lögðu sig alla fram í hugmyndavinnu og svo í útfærslu á hugmyndum sínum og stóðu sig öll frábærlega. Hér má sjá myndir frá athöfninni.

Við setjum verk nemenda sem tóku þátt á vefinn um miðjan desember.