Skip to content

Verðugir fulltrúar Sæmundarskóla

Í morgun voru þrír nemendur úr 7.bekk valdir sem fulltrúar Sæmundarskóla á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar, sem haldin verður í Árbæjarkirkju á fimmtudag í næstu viku. Nemendur hafa verið að æfa upplestur og framsögn markvist frá áramótum þar sem ávallt er haft að leiðarljósi að keppa að betri árangri í lestri, munnlegri tjáningu og framkomu.

Fulltrúar Sæmundarskóla að þessu sinni verða þær Margrét Kolbrún Örvarsdóttir og Rakel Kara Sigurþórsdóttir og varamaður verður Þór S. Kolbrúnarson.