Skip to content

Verðlaunasögur

Í gær voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum verðlaun fyrir enskar smásögur í árlegri smásagnakeppni á vegum Félags enskukennara á Íslandi. Alls bárust í keppnina 65 smásögur frá 16 skólum á landinu og Sæmundarskóli var þar með. Okkur til gleði voru það tveir nemendur í 9. bekk Sæmundarskóla sem fengu 2. og 3. verðlaun í sínum flokki, þær Emma Sif Brynjarsdóttir og Júlía Freydís Egilsdóttir. Verðlaunaafhending var mjög hátíðleg og það var Eliza Reid forsetafrú sem afhenti verðlaun. Til hamingju Emma Sif og Júlía Freydís!

Og hér má lesa smásögur þeirra:

Emma Sif: The stone 

Júlía Freydís: Thank you