Skip to content

Vel heppnuð opnun

Síðasta þriðjudag opnaði myndlistarsýning nemenda úr 8. og 9. bekk á Kjarvalsstöðum.  Fjölmenni lagði leið sína á safnið og var gleði og ánægja áberandi á andlitum sýningagesta. Það er hverjum þeim ljóst sem sýninguna sér að mikil vinna og metnaður liggur að baki og eiga nemendurnir hrós skilið fyrir sitt framlag.

Sýningin er hluti af  Barnamenningarhátíð í Reykjavík og er hægt að sjá hana alla daga vikunnar fram á sunnudag 14. apríl milli kl. 10 og 17. Við hvetjum alla sem ekki hafa farið nú þegar að leggja leið sína á Kjarvalsstaði og sjá þessa skemmtilegu sýningu!