Skip to content

Varðliðar umhverfisins

Nemendur í 7. bekkur í Sæmundarskóla útnefndir Varðliðar umhverfisins : ) Frábært, til hamingju!
Íslenska byggingavöruverslunin BYKO hlýtur Kuðunginn í ár en það er umhverfisviðurkenning umhverfis-og loftslagsmálaráðuneytisins en hún er veitt í gær, á degi umhverfisins.
Við þetta sama tækifæri voru nemendur í 7. bekk Sæmundarskóla útnefndir Varðliðar umhverfisins. Krakkarnir unnu verkefnið „Hvað get ég gert?“ En við framkvæmd þess fundu nemendur sjálfir hvað mætti bæta í nærumhverfi þeirra og tóku skref til þess að gera úrbætur. Verkefnin byggja á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og taka meðal annars til úrgangsmála, matarsóunar, skipulagsbreytinga á nærumhverfi og rannsókna á ábyrgri neyslu.