Útskrift og skólaslit

MIÐVIKUDAGINN 9. JÚNÍ er útskrift 10. bekkjar kl. 17:00 – Nemendur mega bjóða tveimur fullorðnum, börn á skólaaldri telja ekki, þ.a. systkini eru velkomin.
FIMMTUDAGINN 10. JÚNÍ eru foreldralaus skólaslit í 1.-9. bekk
1.- 3. bekkur skólaslit kl. 10:00-11:30, byrjað er inn á umsjónarsvæði, nemendur fara svo út að leika en þar verða hoppukastalar og ís í boði. Eftir það kveðja umsjónarkennarar sína nemendur.
4.-9. bekkur skólaslit kl. 10:00 – byrjað inn á umsjónarsvæði, nemendur mega fara út á skólalóð en þar verða hoppukastalar og ís í boði og fara svo heim þegar þau vilja.