Útskrift 10. bekkjar

Það var hátíðleg stund í skólanum í gær þegar 10. bekkur útskrifaðist og kvaddi Sæmundarskóla. Gleði og eftirvæntingu mátti lesa úr hverju andliti þó ekki væri laust við einstök tregatár. Starfsfólk Sæmundarskóla þakkar nemendunum fyrir samfylgdina og óskar þeim alls hins besta í framtíðinni!