Útskrift 10. bekkjar – Breyting á fjölda gesta
Útskriftin verður miðvikudaginn 9. júní kl. 17:00
Vegna nánari leiðbeininga sem voru að koma frá almannavörnum þá leiðréttum við auglýsingu sem fór á heimasíðuna og facebook þar sem við buðum tveimur fullorðnum gestum ásamt systkinum á athöfnina. Börn eru talin með í hámarksfjölda sem er 150 manns, þannig að hver nemandi getur aðeins tekið með sér 2 gesti.
Stólarnir verða tveir og tveir saman í salnum. Gestirnir þurfa að fara beint í sætin sín.
Í athöfninni munum við skipta útskriftarnemum og öðrum gestum upp í hólf og verða nemendur og starfsfólk skólans í einu hólfi og foreldrar og forráðamenn í öðru.
Einnig þarf að hólfaskipta inngöngum, nemendur koma inn um listgreinainnganginn og foreldrar inn um aðalinnganginn. Samkvæmt reglum getum við ekki haft veitingar, því miður.
En við erum þakklát fyrir að geta haft útskrift með aðstandendum og hlökkum til að sjá ykkur öll : )