Skip to content

Útskrift 10. bekkjar

Í gær kvöddum við fríðan hóp nemenda sem voru að ljúka 10. bekk og þar með grunnskólanum sínum. Þetta var skemmtileg, hátíðleg og tilfinningaþrungin stund fyrir marga en nú halda krakkarnir á vit nýrra ævintýra og áskorana. Takk fyrir samveruna kæru nemendur, við söknum ykkar nú þegar. Megi þið eiga bæði bjarta og gleðiríka framtíð.