Unglingar á listasafni

Um daginn fóru unglingar frá okkur í Hafnarhúsið á Listasafn Reykjavíkur að skoða og fræðast um einn okkar stærsta myndlistamann, Guðmund Guðmundsson, betur þekktan sem Erró. Þau fengu leiðsögn um sýninguna og kynningu á ferli þessa einstaka listamanns og hans verkum. Sem hluti af fræðslunni unnu þau klippimyndir á staðnum í anda Errós en hann er einna helst þekktur fyrir stór póstmódernísk málverk samsett úr myndmáli síns samtíma. Þess má geta að eftir því var tekið hversu áhugasöm og kurteis nemendur okkar voru í þessari heimsókn og voru skóla sínum til sóma og öðrum til fyrirmyndar!