Undirbúningur litlu jólanna

Nú styttist óðum í jólaball og litlu jólin sem haldin verða á morgun. Nemendur hafa margir verið á fullu að undirbúa fyrir þá stund. Í 5. bekk tóku nokkrir sig til, brettu upp ermar, og smíðuðu jólatré úr furuborðum fyrir stofuna sína svo allt verði sem hátíðlegast.