Skip to content

Undirbúningsdagur kennara mánudaginn 4. janúar

Kæru nemendur og foreldrar við óskum ykkur innilega gleðilegs nýs árs og þökkum gott en óvenjulegt ár sem nú er að baki.
Undirbúningsdagur kennara sem vera átti 23. apríl næstkomandi skv. skóladagatali verður í staðinn á morgun 4. janúar.  Við hlökkum til að hitta ykkur kæru nemendur þriðjudaginn 5. janúar en þá reiknum við með að skólastarf verði samkvæmt stundaskrá.