Skip to content

Umbúðahönnun í smiðjum

Mikið hefur verið um að vera í list- og verkgreinum síðustu vikur. Eitt að því sem nemendur hafa fengist við er umbúðahönnun. Þau unnu frá grunni umbúðir utan um súkkulaði og vörumerki  fyrir það. Margar skemmtilegar hugmyndir urðu til og eitthvað af þeim raungerðust í umbúðum sem svo sannarlega væri ánægja að eiga og opna en ekki síst gæða sér á innihaldinu.