Skip to content

Tilraunir í myndlist

Í síðustu viku nýttu nemendur fjórða bekkjar í myndmennt sér góða veðrið og fóru út að leita að efni fyrir sitt fyrsta verkefni. Þeir söfnuðu alskyns greinum og laufum, blómum og stráum sem þeir nýttu til að gera sér pensla. Penslarnir voru notaðir við málun og skemmtilegar tilraunir gerðar með efni og áferð.  Það má sjá myndir frá þessari vinnu í myndasafni.