Skip to content

þriðjudagsganga um skólann

Nemendur á yngsta- og miðstigi voru önnum kafinn við að vinna að fjölbreyttum verkefnum í morgun. Í smiðju voru nemendur að búa til sælgætisskammtara, baka bollakökur í heimilisfræði, þjálfa lesskilning  og teikna og mála í anda Kjarvals í myndmennt. Krakkarnir í 4. bekk lærðu um endurnýtingu og 3. bekkur var að vinna stærðfræðiverkefni m.a. í spjaldtölvum. Fleiri fínar myndir í myndasafninu  : )