Skip to content

Þingmenn framtíðarinnar

Í vetur hafa nemendur 10. bekkjar verið í stjórnmálafræði í samfélagsfræðinni. Föstudaginn 1. og 8. nóvember fóru þeir svo á Skólaþing. Þar tóku nemendur þátt í hlutverkaleik og æfðu sig í hefðbundnum þingstörfum. Ferðin gekk vel og stóðu krakkarnir sig með prýði. Hugtökum var beitt af þekkingu, nefndarstörf gengu vel og ræðumenn þingflokka fóru á kostum í pontu. Fullt af myndum í myndasafninu.