Skip to content

Taylor Swift og ástin

Hér fer hún Bára okkar nemandi í 10. bekk á kostum og sýnir vel hæfileika sína í myndlist og túlkun. Bára var í myndmenntavali þar sem lögð var áhersla á poppaða list. Hún lýsir verkinu sjálf með þessum orðum:

Þetta verk er unnið út frá þremur lögum af næstnýustu plötu söngkonunnar Taylor Swift; cardiganaugust og betty. Þessi þrjú lög segja öll frá sjónarhornum þriggja mismunandi persóna sem hafa flækst inn í ástarþríhyrning.

Mynd eitt; Betty lítur til baka mörgum árum síðar.

Mynd tvö; Inez varð ástfangin af James yfir sumarið þeirra saman en áttar sig á því að hann var ekki hennar til að byrja með.

Mynd þrjú; James heldur fram hjá Betty með Inez en hann vill Betty hinsvegar aftur til baka og mætir í veisluna hennar til að reyna að sannfæra hana um að gefa honum annan séns.