Skip to content

Sultusérfræðingar framtíðarinnar

Sultugerð er ómissandi haustverk á mörgum heimilum. Um daginn fengu nemendur úr 7. og 8. bekk í heimilisfræði að sulta rifsber sem þau týndu sjálf á skólalóðinni. Það voru ófáar krukkurnar sem fóru heim þann daginn með upprennandi sultusérfræðingum. Myndir af þeirri vinnu má sjá í myndasafni.