Skip to content

Stund milli hríða

Ekki hefur veðrið leikið við okkur síðustu vikur og oft ekki séð út úr augum fyrir hríð og skafrenningi. En það rofar alltaf eitthvað til og stund gefst milli hríða þar sem vind lægir og sést til hækkandi sólar með fyrirheit um vorið sem koma skal. Þá verður leikur barnanna gleðilegri og brosin breiðari eins og sjá má hjá þessum hressu krökkum sem renndu sér í brekkunum við skólann í gær.