Skip to content

Í lögum um grunnskóla segir m.a. að grunnskóli skuli „..leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöðu og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins.“ (Lög um grunnskóla frá 2009 2. gr.) Jafnframt er kveðið á um að „frá upphafi skólagöngu nemenda skuli unnið að forvarnastarfi með skimunum og athugunum á nemendum til að tryggja þeim kennslu og námsaðstoð við hæfi. Auk þess skal fara fram greining á nemendum sem eiga í sálrænum eða félagslegum erfiðleikum sem hafa áhrif á nám þeirra. Allar athuganir á vegum skóla  sem varða einstaka nemendur eru gerðar í samráði við og með samþykki foreldra..“ (Lög um grunnskóla frá 2009, 40. gr) Stoðþjónusta Sæmundarskóla tekur mið af ofangreindu og er fjölþætt.
Meginstoðir hennar eru kynntar hér á eftir.

Heildaráætlun um sérstakan stuðning við nemendur