Skip to content

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla er að vinna með nemendum, forráðamönnum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans að ýmiss konar velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda.

Helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa í skólanum eru m.a. að:
* veita persónulega ráðgjöf fyrir nemendur m.a. vegna erfiðra samskipta, kvíða, og eineltis
* leiðbeina nemendum um góð vinnubrögð og námsvenjur
* veita ráðgjöf um náms- og starfsval
* taka þátt í að skipuleggja starfsfræðslu
* aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir áhugasviðum sínum og setja sér markmið
* vera stuðningsmaður nemenda vegna erfiðleika eða áfalla
* aðstoða nýja nemendur við aðlögun
* sinna fyrirbyggjandi starfi með fræðslu og ráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafi er Kristín Hrefna Leifsdóttir og er hún málsvari nemenda og trúnaðarmaður. Forráðamenn geta pantað viðtal með að hringja á skrifstofu skólans 411-7848 eða senda tölvupóst á netfangið kristin.hrefna.leifsdottir@rvkskolar.is
Náms- og starfsráðgjafi er bundinn þagnarskyldu um einkamál nemenda, að undanskyldum ákvæðum í lögum um barnavernd nr. 80/2002.


Vikuplan A   Vikuplan B

Áhugaverðar vefsíður

Áttavitinn - spurningar og svör um framhaldsskóla
Nám og störf á vegum Iðunnar
Námstækni
Nema hvað á vegum samtaka atvinnulífsins og Bílgreinasambandsins
Næsta skref á vegum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins
Sjálfsmynd - fróðleikur og verkfæri
Upplýsingar vegna innritunar í framhaldsskóla