Skip to content

Stærðfræðiformin úti og inni

Nemendur í 1. bekk hafa undanfarnar vikur verið að vinna með form í stærðfræði. Formin eru þríhyrningur, ferningur, hringur og rétthyrningur. Krakkarnir hafa unnið alls kyns verkefni, unnið saman í hópum, notað líkamann til að búa til formin, farið út og notað hluti úr náttúrunni ásamt því að vinna á stöðvum í kennslustofunni. Það er fullt af skemmtilegum myndum í myndasafninu.