Skip to content

Spilagaman og Covid rugl

Mörg skemmtileg og falleg spil litu dagsins ljós í myndmenntasmiðu í 7. og 8. bekk þar sem verkefnið var að hanna og búa til borðspil. Nemendur unnu ýmist saman í hóp eða einir að verkefninu. Fyrst var skemmtileg og krefjandi hugmyndavinna í gangi og svo þurfti að útbúa spilið, teikna og lita. Þegar spilin voru tilbúin fengu krakkarnir spilatíma og skemmtu sér konunglega : ) Náðum því miður ekki öllum spilum á mynd en hér getur að líta nokkur góð sýnishorn https://saemundarskoli.is/myndaalbum/?sgdg-path-4813494d=1Pmx_cGciQrm0X61SFgNSGg94m3xpzWPz/198_6zYGrGs2VobJCw68OhI3ZSJk1Ab9Q