Skip to content

Spennandi viðburður á Barnamenningarhátíð

Í næstu viku eða 9. apríl hefst Barnamenningarhátíð í Reykjavík og stendur hún til 12. apríl. Framlag okkar í Sæmundarskóla verður glæsileg myndlistarsýning nemenda úr 8. og 9. bekk á Kjarvalsstöðum. Sérstök opnun verður þriðjudaginn 9. apríl milli á kl. 17 og 19 og frábært væri að sjá sem flesta.

Krakkarnir hafa staðið sig afar vel og sýnt mikinn metnað við gerð verkanna og hlakka mikið til að sýna ykkur útkomuna.

Þeir sem ekki komast á þriðjudaginn hafa svo tækifæri til að sjá sýninguna fram á sunnudag 14. apríl en safnið er opið frá kl. 10-17.