Spennandi heimsókn í 3. bekk

Slökkviliðið heimsótti nemendur í 3. bekk í dag og voru þeir fræddir um mikilvægi eldvarna og fengu að skoða bæði sjúkra- og slökkviliðsbíl. Fleiri myndir er að finna í myndasafninu frá heimsókninni, einnig eru komnar inn myndir frá heimsókn barnanna á listasafn Ásgríms Jónssonar fyrr í nóvember.