Skip to content

Smiðjugaman í myndmennt

Smiðja 3 er nú rúmlega hálfnuð og krakkarnir hafa verið að fást við hugtökin jákvætt og neikvætt rými og mynsturgerð. Verkin eru margskonar og ótrúlega fallega unnin og spennandi. Þrykkið tók svo við eftir teiknivinnuna en þar eru nemendur að skera út í dúk og þrykkja. Fullt af myndum í myndasafninu : )