Slökkviliðið í heimsókn

Um daginn fengu nemendur í 3. bekk heimsókn frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og fengu fræðslu um eldvarnir, bæði í skólanum og heima fyrir. Þau fengu líka að sjá og skoða alvöru slökkviliðsbíl og hvernig hann virkar. Við vonum að þessi heimsókn hafi komið börnunum í skilning um mikilvægi eldvarna og þökkum okkar vaska slökkviliði fyrir!