Skip to content

Um skólann

Sýn skólans

Einkunnarorð Sæmundarskóla eru gleði, virðing, samvinna. Þau gefa tóninn fyrir skólabraginn
og eru leiðarljós í starfinu. Sýnin á við alla í skólasamfélaginu, starfsfólk, nemendur, foreldra/forráðamenn og aðra sem
hlut eiga að máli.

Gleði
Við veljum að vera jákvæð og lausnamiðuð í starfi okkar.
Markmið okkar er að nám sé við hæfi hvers og eins. Leitast er við að taka tillit til áhugasviðs og ólíks námsstíls. Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar og getur nám farið fram bæði inni og úti.
Þemanám er hjarta skólastarfsins þar sem möguleiki er á að sökkva sér niður í viðfangsefni og samþætta náms-greinar þ.a.m. list- og verkgreinar. Þannig ætti sem flestum nemendum að gefast tækifæri til að njóta hæfileika sinna og blómstra í skólastarfinu.

Virðing
Framkoma okkar á að einkennast af virðingu fyrir sjálfum okkur og öðrum - aðgát skal höfð í nærveru sálar. Við notum PBS agakerfið til að styrkja jákvæða hegðun.
Við umgöngumst umhverfi okkar einnig af virðingu, hlúum að gróðri og njótum útiveru þegar
tækifæri gefst.

Samvinna
Við eigum þennan skóla saman og vinnum saman að því að gera hann stöðugt betri. Góð samvinna skilar okkur auknum árangri í námi og starfi og styrkir skólasamfélagið sem heild.

Stjórnendur skólans

Skólastjóri Sæmundarskóla er Eygló Friðriksdóttir Netfang: gudjona.eyglo.fridriksdottir@rvkskolar.is

Aðstoðarskólastjóri er Matthildur Hannesdóttir netfang: matthildur.hannesdottir@rvkskolar.is

Deildarstjóri unglingadeildar er Katrín Ásta Hafsteinsdóttir Netfang: katrin.asta.hafsteinsdottir@rvkskolar.is

Deildarstjóri 1.-6. bekkjar og stoðþjónustu er Guðrún Anna Gunnarsdóttir Netfang: gudrun.anna.gunnarsdottir@rvkskolar.is