Skip to content
Samstarf við leikskóla
Brúum bilið - Samstarf við leikskóla í hverfinu

Samstarf við framhaldsskóla
Sæmundarskóli er einkum í samstarfi við tvo framhaldsskóla Fjölbrautaskólann við Ármúla
og Borgarholtsskóla. Nemendur á unglingastigi eiga þess kost að læra málmsmíði sem valgrein. Kennslan fer fram í Borgarholtsskóla. Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum gefst nemendum á unglingastigi einnig kostur á að taka framhaldsskólaáfanga í fjarnámi við Fjölbrautarskólann í Ármúla.
Samstarf við tónlistarskóla
Tónlistarskólinn Tóney sér um tónmenntakennslu í skólanum. Tóney býður einnig upp á hljóðfæranámskeið fyrir nemendur í 3. – 10. bekk á skólatíma eða utan hans. Nemendum mið og unglingastigs býðst einnig að taka þátt í starfi Skólahljómsveitar Grafarvogs og kennarar þaðan koma í skólann og kenna nemendum á skólatíma.