Skólastarf í Sæmundarskóla fellur niður föstudaginn 21. janúar.
Í samráði við Almannavarnir höfuðborgarsvæðisins og Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur hefur verið tekin sú ákvörðun að fella niður allt skólastarf í Sæmundarskóla föstudaginn 21. janúar. Þessi ákvörðun er tekin í ljósi fjölda smita og mikillar útbreiðslu.
Jafnframt hefur sú ákvörðun verið tekin að loka frístundaheimilinu Fjósinu og félagsmiðstöðinni Plútó fimmtudaginn 20. janúar og föstudaginn 21. janúar og í samráði við Fram verða engar æfingar hjá grunnskólabörnum.
Staðan verður endurmetin sunnudaginn 23. janúar og vonandi skilar þessi ráðstöfun árangri ef allir leggjast á eitt. Við biðlum til foreldra og forráðamanna að hafa börnin sem mest heima þar til mánudaginn 24. janúar en þá stefnum við á að opna skólann á ný.
Við hvetjum alla að fara í PCR sýnatöku með börn sín við minnstu einkenni.