Skólasetning 2020

Í upphafi viku fór fram skólasetning með öðru sniði en við erum vön. Fyrir utan þau börn sem voru að stíga sín fyrstu spor í skólanum komu nemendur nú án foreldra á skólasetningu. Allir hittu umsjónarkennara inn í sínum stofum þar sem farið var yfir skipulag komandi skólaárs og sitthvað gert öllum til skemmtunar. Boðið var upp á ís og mikið rætt og skrafað um það sem brallað var í sumar. Það voru glöð börn sem gengu út í sólina eftir þá samverustund.
Það má nú sjá einhverjar myndir frá skólasetingunni í myndasafni skólans.