Skólamót í handknattleik

Handknattleikssamband Íslands stóð fyrir skólamóti í handknattleik dagana 17-19.apríl en mótið var haldið í samstarfi við grunnskólana á höfuborgarsvæðinu. Yfir 100 lið frá 25 grunnskólum tóku þátt í mótinu og Sæmundarskóli tók þátt. Bæði drengir og stúlkur í 5. og 6.bekk kepptu og yfir 1000 krakkar tóku þátt.
Leikið var í drengja og stúlkna. Það má áætla að á keppnisdögum hafi hátt í 1.000 krakkar tekið þátt í mótinu með einum eða öðrum hætti. Sæmundarskóli átti gott mót og komust stelpur í 5. bekk og bæði strákar og stelpur í 6. bekk áfram í úrslit. Það var gríðarleg steming í úrslitaleikjunum en svo fór að lokum að Engjadalsskóli og Breiðagerðisskóli báru sigur úr býtum.
Við óskum okkar keppendum innilega til hamingju með árangurinn!