Skip to content

Skólahátíð stóru upplestrarkeppninnar

Skólahátíð stóru upplestrarkeppninnar fór fram í dag, 7. mars. Þar lásu 12 nemendur 7. bekkjar sögubrot og ljóð og stóðu sig með mikilli prýði. Tveir nemendur voru valdir til að taka þátt í lokahátíðinni sem fram fer í Árbæjarkirkju 21. mars og það eru þær Dagmar Guðrún Pálsdóttir og Margrét Sóley Gunnlaugsdóttir. Kristjana Óskarsdóttir var valin til að vera varamaður.

Við óskum þessum flottu krökkum til hamingju með góðan árangur.