Skip to content

Skemmtileg safnaferð á blómlega sýningu

Nemendur í myndlistarsmiðjunni Blómsturheimar sóttu Kjarvalsstaði heim síðastliðinn miðvikudag.
Þar fengu þeir leiðsögn um sýningu á verkum Sölva Helgasonar „Blómsturheima“ og William Morris „Alræði fegurðar“. Nemendur voru að vonum hrifnir af þessum fallegu verkum og munu í kjölfarið vinna verkefni tengt þeim.