Skip to content

Sigur í upplestrarkeppni!

Í gær kepptu þær Margrét Kolbrún og Rakel Kara í 7. bekk í stóru upplestrarkeppninni fyrir hönd Sæmundarskóla. Keppnin var fyrir  skóla í Grafarholti, Árbæ og Norðlingaholti. Báðar stóðu sig frábærlega og svo fór að lokum að Rakel Kara tók sig til og sigraði keppnina!!

Við erum ótrúlega stolt af þeim báðum og öllum okkar nemendum sem unnu að þessu verkefni og bættu sig svo eftir var tekið í upplestri og framsögn. Til hamingju!