Skip to content

Samvera á Bleikum degi

Í dag endaði skólavikan á samveru í boði 4. bekkjar og var sannarlega mikið hlegið og allir skemmti sér vel. Bleikur var ráðandi litur í salnum því það var Bleikur dagur í Sæmundarskóla eins og víða annars staðar. Bleiki dagurinn er hápunktur Bleiku slaufunnar, árlegu árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttu gegn krabbameinum hjá konum. Við sínum samstöðu og klæðumst bleiku!