Skip to content

Sætabrauðsdrengur á samveru

Föstudags samvera í dag var í boði  nemenda í 2. bekk sem stigu á svið og fluttu fyrir fullum sal leikritið sívinsæla um Sætabrauðsdrenginn. Í þessu litla ævintýri er bæði hraði og spenna auk boðskapar um framkomu og háttarlag. Oflæti Sætabrauðsdrengsins minnir okkur á að oft er dramb falli næst. Og í refnum sjáum við að meira vinnur vit en strit.