Sæmundarleikar og vetrarleyfi

Á morgun miðvikudaginn 22. febrúar er öskudagur sem samkvæmt skóladagatali er skertur dagur. Nemendur mæta kl. 9:15 í skólann og skóla lýkur kl. 12:00. Gæsla er fyrir yngsta stig frá kl. 8:00 en nánari má lesa um það í pósti frá kennurum til foreldra.
Á öskudaginn verða Sæmundarleikar í skólanum. Sæmundarleikar felast í því að nemendum skólans er skipt í hópa þvert á árganga og nemendur af unglingastigi fengnir til að stýra hópunum. Um allan skóla hafa kennarar og starfsfólk svo skipulagt fjölbreyttar stöðvar sem nemendur fara um með sína hópa og safna stigum fyrir að ljúka þrautum. Sannkallaður gleðidagur þar sem búningar og kraftmikið fjör eru allsráðandi.
Vetrarleyfi hefst síðan fimmtudaginn 23. febrúar. Mánudagurinn 27. febrúar er svo undirbúningsdagur og nemendur mæta því aftur í skólann þriðjudaginn 28. febrúar samkvæmt stundatöflu. Vonandi hafa allir það sem best í sínu vetrarleyfi!