Sæmundarleikar föstudaginn 21. maí – Skertur nemendadagur

Nú er loksins komið að hinum árlegu Sæmundarleikum. Þetta er alltaf svo skemmtilegur dagur og gaman að sjá hvernig nemendur vinna saman þvert á árganga og hinir eldri aðstoða þá yngri : )
Nemendur mæta í skólann kl. 9:15 í sína heimastofu. Leikarnir hefjast svo kl. 9:50 og stöðvar loka kl. 12:00. Eldhúsið verður opið frá kl.10:30-12:00 og hópstjórar ráða hvenær þeirra hópur fer í mat.
Skóla lýkur svo kl.12:00 á hádegi og nemendur fara heim. Þeir nemendur í 1.-3. bekk sem eru í Fjósinu geta óskað eftir gæslu sem verður inn á 1.-3. bekkjar rými.