Skip to content

Sæmundarleikar á öskudegi

Í dag voru Sæmundarleikar á öskudegi í skólanum. Það er í fyrsta sinn sem þessir leikar fara fram þennan dag.  Nemendur mættu til leiks í skrautlegum búningum þar sem gleði og metnaður voru í fyrirrúmi. Eins og áður voru það unglingar skólans sem að leiddu yngri nemendur í gegnum hinar ýmsu þrautir og leiki. Ekki verður annað sagt en að þeir hafi staðið sig frábærlega í hlutverkum leiðtoga. Hægt er að sjá myndir frá deginum inní myndasafni.