Skip to content

Sæmundarhlaup fyrir vetrarleyfi

Í dag var Sæmundarhlaup á síðasta degi fyrir vetrarleyfi. Nemendur hlupu, hjóluðu, gengu eða rúlluðu sínar hlaupaleiðir í ágætis veðri og nutu útiveru í félagskap hvors annars. Við minnum á að nú taka við starfsdagar og  vetrarleyfi þannig að skólahald liggur niðri þar til kennsla hefst aftur á miðvikudag 26. október. Vonandi njóta allir sín í botn í fríinu!