Skip to content

Risakjaftur og Jóladjöfull

Nemendur í 5. bekk hafa verið að vinna með kynjaverur og skrímsli í tengslum við söguþema í myndmennt en verkin eru unnin á endurnýttan bylgjupappa. Nemendur unnu allskonar, bæði skemmtilegar og ógurlegar kynjaverur og skrímsli, m.a. Augalausa manninn, Marmeyju, Jóladjöfulinn, Risakjaft og Buxnadjöfulinn. Fleiri myndir eru í myndasafninu.