Skip to content

Reykjavík er okkar

Hún er svo sannarlega okkar og á góðum degi er frábært að fara í bæjarferð eins og nemendur í 4. bekk gerðu ásamt kennurum sínum í vikunni. Ferðin var farin í tilefni af Reykjavíkurþema og krakkarnir skoðuðu merkar byggingar og kennileiti.  Bæjarferðin endaði svo á veitingastað, þar sem þau gæddu sér á kræsingum, en þær voru greiddar með verðlaunafé sem Rakel Líf vann sér inn í teiknisamkeppni og það sem upp á vantaði sá foreldrafélag bekkjarins um. Frábær dagur í alla staði : ) Fleiri myndir hér