Skip to content

Rauður dagur

Í gær var rauður dagur í Sæmundarskóla og stofur og gangar fylltust af rauðklæddum nemendum og starfsfólki. Þó að rauði liturinn hafi verið áberandi mátti inn á milli sjá í grænt og blátt og jafnvel glampa á gyllingar og annað skraut sem príddu peysur, húfur og önnur klæði. Hápunktur dagsins var þó hangikjötið sem fært var upp á disk með uppstúf og kartöflum. Nú má sjá myndir frá deginum í myndasafni sem er hér efst á heimasíðunni.