Skip to content

Popplestur!

Síðasta lestrarspretti í 1. – 6. bekk lauk í vikunni sem leið með skemmtilegri poppveislu. Nemendur höfðu lesið heima eftir bestu getu og foreldrar skráð eins og venja er, nema að núna fengu þau eina poppbaun fyrir hverja fimm mínútu sem þau lásu. Þannig safnaðist í lestrarsprettinum óhemju magn af baunum sem poppað var úr. Í skólann var dregin poppvél á hjólum og starfsfólk sá um að poppa fyrir börnin sem uppskáru ríkulega fyrir dugnað sinn við lesturinn.

Myndir úr poppveislunni má sjá hér.